Um Signet

Signet er vettvangur í Skýinu sem einstaklingar og fyrirtæki geta nýtt sér til að undirrita allar tegundir af skjölum. Sem dæmi má nefna lán, samningar, fundargerðir, eignaskiptayfirlýsingar, kaupmálar eða hvað annað sem þarfnast undirritunar. Eina skilyrðið er að skjalið sé á PDF formi.

Rafræn undirritun er jafngild hefðbundinni undirritun

Skjöl sem eru undirrituð með Signet eru með svokallaðri langtíma undirritun, sem táknar að undirritunin inniheldur vottaða tímasetningu sem og staðfestingu á því að rafrænu skilríkin sem beitt var voru í gildi þegar undirritunin var framkvæmd. Þetta táknar með öðrum orðum að skjölin eru með vottuðum tíma sem og vottun á að sá sem undirritar er sá sem hann segist vera. Í ljósi þessa er ekki lengur þörf á sérstökum vottum að undirritun þegar skjöl eru rafrænt undirrituð með Signet.

Sjá nánar í fyrirlestri Harðar Helga Helgasonar hjá Landslögum um gildi rafrænna undirritana á morgunverðarfundi hjá Advania þann 8. maí 2015

Sjá einnig viðtal við Hörð Helga.

Ekki þörf á vottum

Skjöl sem eru undirrituð með Signet eru með svokallaðri langtíma undirritun, sem táknar að undirritunin inniheldur vottaða tímasetningu sem og staðfestingu á því að rafrænu skilríkin sem beitt var voru í gildi þegar undirritunin var framkvæmd. Þetta táknar með öðrum orðum að skjölin eru með vottuðum tíma sem og vottun á að sá sem undirritar er sá sem hann segist vera. Í ljósi þessa er ekki lengur þörf á sérstökum vottum að undirritun þegar skjöl eru rafrænt undirrituð með Signet.

Öryggi

Signet er afar öruggt, hannað af öryggissérfræðingum Advania. Aðgangur að Signet er varinn með rafrænum skilríkjum. Öll samskipti eru dulkóðuð sem og allar upplýsingar sem settar eru inn í Signet. Þannig eru öll skjöl sem send eru inn í Signet, á dulkóðuðu formi. Notendur Signet geta treyst að undirritendur eru þeir einu sem mögulega geta séð viðkomandi skjal.

Ávinningur

Mikill ávinningur er af því að nota Signet. Hægt er að undirrita skjöl hvar sem er svo fremi sem notandinn hafi aðgang að Internetinu og rafræn skilríki í símanum sínum eða á snjallkorti. Signet sparar sporin þannig að ekki þarf lengur að flakka milli staða til þess eins að skrifa undir skjöl.

Helsti ávinningur af notkun Signet: